28 maí 2008
Mikið fjör í urriðanum.
Það virðist vera mikið líf á urriðasvæðum fyrir austan, byrjaði veiði mjög vel við Hraun, Staðartorfu, Múlatorfu og Presthvamm í Aðaldal , allt er brjálað í Arnardalsánni, einnig var góð veiði í Mýrarkvíslinni um daginn og verður spennandi að vita hvernig félagsmönnum Svak mun ganga í Reykjadalsánni í næstu viku en þá eigum við eina viku.
Það er gríðarmikið af urriða í Reykjardalsánni og ættu menn að geta lent í ævintýrum. Á þessum tíma er oft möguleiki að setja í stóra fiska sem hverfa í Vestmannsvatn er líða fer á sumarið. Eru leyfðar 6 stangir og er vatnasvæðið um 36 km svo nóg er plássið.
ÞB
Til baka