Fréttir

26 maí 2008

Kastnámskeið

Í júní halda veidivorur.is tvö flugukastnámskeið á Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði i samstarfi við Stangveiðifélagið Flúðir og SVAK.


Það fyrra verður haldið 7 og 8 júní þar mun Klaus Frimor, einn af fremstu kösturum heims, kenna helstu kúnstir í flugukasti og kynna nýjar línur og miðla sinni þekkingu við veiðar. Námskeiðið byrjar uppúr hádegi á laugardag 7. júní og er búið ca. 16 á sunnudag 8. júní.


Lausleg dagskrá.

Ca. 13 verður farið yfir undirstöurnar við ýmsar kastaðferðir
Léttar veitingar
Farið út að kasta
Farið yfir málin
Kvöldverður og maður er manns gaman
Á sunnudegi verður svo farið í Fnjóská og kastaðferðirnar reyndar.

Verð 27.900,- og er innifalið í verðinu Kastnámskeið, gisting og fæði.

Þann 14. og 15. júní kemur svo Mick Bell til okkar sem er eigandi Bloke fly rods og mikll fluguveiðimaður. Hann mun kenna helstu aðferðir í Spey kasti fyrir og kynna fyrir landsmönnum stangir og línur sem hafa verið lofaðar af helstu kastsnillingum í veiðibransanum.

Dagskráinn er svipuð nema að því leyti að það verður farið í Fnjóská báða dagana og þökkum við Flúðum fyrir það.

Verðið er 27.900,- og er innifalið í verðinu gisting og veitingar.

Þetta eru námskeið fyrir bæði byrjendur og lengra komna.

skráning:

Jónas Jónasson  jonas@veidivorur.is
Veidivorur.is 
587 1600 og 862 4502

 

-esf-

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.