Fréttir

26 maí 2008

Mok í Mýrarkvísl

16 fiskar veiddust í blíðunni s.l. laugardag í Mýrarkvísl.  Þar voru á ferðinni félagar úr veiðifélagin "Bíttá helvítið þitt".  Fiskarnir sem náðust voru allt uppí 5 pund.

Aðstæður voru ekki með besta móti, mikið vatn og talsverður litur á ánni.  Auk þess var nánast ófært á bíl með ánni og þurftu þeir félagar því að fara á tveimur jafnfljótum.  Náðu þeir 16 fiskum og misstu annað eins.  Aflinn dreifðist nokkuð um ánna en þó var heldur meira líf neðan til en ofar.  Meira má lesa um veiðiferð þeirra félaga á allfjörugri síðu þeirra.  Viðureignina við 5 pundarann má sjá hér.

 Nóg er laust af dögum í urriðann í Mýrarkvísl á næstu dögum og nokkuð af laxadögum í upphafi tímabils.  .   Hinsvegar er megnið af laxadögunum seinni part sumars að seljast upp.  Sjá laus leyfi í kvíslina hér.

-esf-

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.