Fréttir

23 maí 2008

Ný þríeindarkenning

Nú þegar margir eru að græja sig upp fyrir sumarið, endurnýja stangir eða hreinlega að kaupa sínu fyrstu, er ágætt að rifja eina góða kenningu.

þetta er gripið úr bók Stefáns Jónssonar "Með flugu í höfðinu" og á hún enn við 27 árum eftir að hún var gefinn út.  þetta er frábær bók um fluguveiði og lærði ég að kasta af þessari bók, á hún fullkomnlega við enn í dag og ekki skemmir að Stefán er frábær penni.

"Áður en við förum að fjalla um hinn einstöku veiðarfæri, skulum við staldra andartak við sérviskulega en nytsama kenningu um rökrétta aðferð við val veiðitækjanna:

Fyrst velur þú fluguna sem hæfir hinum útvalda veiðistað.

Þar næst velur þú línuna, sem hæfir til að bera fluguna.

Loks velur þú stöngina, sem hæfir til að kasta með línunni.

Eins og fleiri fræðisetningar um rökrétt framferði er kenningin um gildisröð hinnar votu þrenningar fremur til þess fallin að skilgreina mistök heldur en til þess að fara bókstaflega eftir henni.   Allir getum við þó fallist á þá skoðun Kolbeins Grímssonar, að í ljósi þessarar kenningar geti íhugull maður skilgreint fyrirfram þau mistök að byrja á því að kaupa stöng, sem hæfir til þess að kasta með annars konar línu en þeirri, sem hæfir til að bera fluguna, sem sennilegt er, að fiskurinn hafi lyst á.   þá sem ekki skilja kenninguna að loknum lestri bókarinnar, getum við aðeins huggað með orðum prestsins, sem gafst upp við að skýra meiningu heilagrar þrenningar fyrir fermingarbarninu og sagði: Sumt er manninum ekki ætlað skilja fyrr en eftir andlátið." 

Að lokum hvet ég alla til að glugga í þessa stórskemmtilegu bók..

ÞB

 

 

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.