Fréttir

21 maí 2008

Eyjafjarðará Jarðrask, virkjunaráform

Mikla athygli hefur vakið umræða um nokkuð stórfellt jarðrask á einum af bestu veiði- og hrygingarstöðum efri hluta Eyjafjarðarár.

 

Það er við hið svokallaða „Mok“ sem landeigandi hefur verið með gröfur og
raskað miklu. Eyjafjarðará er í gjörgæslu vegna mikillar fækunnar sjóbleikju
síðustu árin, en raskið er að sögn fróðra manna undanfari virkjunargerðar.

Smellið á myndina til að stækka hana
Ummerkin við "Mokið". Sjá má drulluhrauka og skarð í árbakkann þar
sem drulla, sandur og aur eiga greiða leið í ána í vatnavöxtum.


Mokið er mikill og gamalgróinn stórveiðistaður og þar hefur verið mikil hrygning
bleikju í áranna rás. Raskið sem um ræðir er mikið og er m.a. búið að opna skurði
útí ána þar sem kunnugir telja mikla hættu á aurburði og annari drullu í vatnavöxtum,
með tilheyrandi skemmdum á hrygningarslóðum og búsvæðum. Fyrir utan hina
gríðarlegu sjónmengun sem komin er að ógleymdum þeim afleiðingum sem mögulegar
virkjanir kunna að hafa. „Sá sem að þessu stendur heitir Aðalsteinn Bjarnason og
býr á Hvanneyri í Borgarfirði. Hann á Tjarnir og er að undurbúa tvær frekar en
eina virkjun þar fremra, Hann byggði á sínum tíma Djúpadalsárvirkjun sem brast.
“,segir Erlendur Steinar Friðriksson formaður Stangaveiðifélags Akureyrar í samtali við VoV í dag.

Smellið á mynd til að stækka hana.
Það er fallegt við Eyjafjarðará. Mynd Heimir Óskarsson.

En hvað er hægt að gera í málinu: Erlendur segir: „SVAK gerir ekkert í þessu með
formlegum hætti, annað en að skapa umtal um framkvæmdina og leiða umræðuna.
Veiðifélag Eyjafjarðár og sveitastjórn Eyjafjarðarsveitar eru hagsmunaaðilarnir sem
leita væntanlega réttu og löglegu leiðanna í framhaldinu. Þess má geta að á sínum
tíma gerði SVAK tilboð í ánna uppá 6 milljónir , meðal annars til að geta haft áhrif á
allt umhverfi og umgengni við ánna. Aðalsteinn gerði þegar í stað hærra tilboð,
9 milljónir, eingöngu til að eyðileggja okkar tilboð, því hann hélt að við sem leigutakar
yrðum umsagnaraðilar um framkvæmdir við ána. Síðar komst hann því að leigutaki
er ekki umsagnaraðili um framkvæmdir og þá sagði hann mér að hann hefði ekki
lengur áhuga á leigutökunni.“

Málið hefur komið víða við, m.a. í www.mbl.is þar sem haft er eftir Ágústi Ásgrímssyni
formanni Veiðifélags Eyjafjarðarár að þarna „stefni einfaldlega í voða“, eins og hann
orðar það og að þarna hafi orðið mikil landsspjöll.

Þessar aðfarir hljóta að draga dilk á eftir sér og hagsmunaaðilar hljóta að skoða vettvang
og athuga til hvaða ráða hægt sé að grípa. Það gengur ekki að nánast friða veiðiá í vanda
fyrir stangaveiði til að ná upp fiskistofnum og horfa síðan uppá búsvæða- og landsspjöll
af þessu tagi.

Frétt tekin af  Vötn og Veiði

RÚV fjallar einnig um málið.Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.