Fréttir

20 maí 2008

Fnjóská breyting á svæðaskiptingu

Gerðar hafa verið breytingar á svæðaskipan í Fnjóská fyrir komandi veiðisumar.

Hefur hvert veiðisvæði fyrir sig verið fært ofar í ána sem nemur tveimur veiðistöðum fyrir
utan efsta laxasvæðið númer 4. en þar færast veiðistaðir upp á við sem nemur þremur
veiðistöðum.
Hlutfall fluguveiða hefur aukist mjög mikið í Fnjóská síðustu ár en sem dæmi þá fengust 256
af 346 laxa heildarveiði síðasta sumars á flugu. 30 fengust á maðk og 60 á spón.Breytingar á svæðaskipan fyrir sumarið 2008

Veiðisvæði 1.

Innnan veiðisvæðis 1. falla nú veiðistaðir númer 1 - 22. Veiðistaðir 21. og 22. bætast við svæðið
en það eru Húsbreiða og Pétursspor.Veiðisvæði 2.

Nær nú frá veiðistað 23. upp á veðistað 38. Þeir staðir sem bætast við svæði 1. fall út en í
staðinn falla undir svæðið veiðistaðir 37. og 38., Végeirsstaðaklif og Végerisstaðakvísl.Veiðisvæði 3.

Nær nú yfir staði númer 39 - 52. Þeir staðir sem bættust við svæði 2. falla út en í staðinn
koma inn veiðistaðir 51. og 52, Hálfpollur og Flúðir.Veiðisvæði 4.

Staðirnir sem bætast við svæði 3. falla út og nær svæði yfir veiðistaði 53-68. Þrír veiðistaðir
bætast því við efsta hlutann en það eru staðir 66, 67 og 68. Eru það veiðistaðirnir Lygna,
Lækjarbreiða og Hólmabreiða.Mynd; Veiðistaðurinn Flúðir fellur nú undir þriðja svæði Fnjóskár. Áður var þessi magnaði staður
á svæði fjögur.

Tekið af SVFR
BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.