Fréttir

16 maí 2008

Jarðrask við Mokið

Heimildarmaður SVAK.is var á ferðinni fram í Eyjafirði í gær og trúði vart eigin augum þegar hann var kominn ofarlega á 5. svæði á móts við Tjarnir. Mikið jarðrask hefur átt sér stað austan megin við Mokið, þann fræga hrygningarstað, og þar hefur vatn úr hlíðinni fyrir ofan brotið sér leið út í veiðistaðinn efst.

Ítarlega er fjallað um málið í Flugufréttum vikunnar. Líklegt þykir að vatnavextir í fjallalækjum hafi orðið til þess að þeir brutu sér leið út í Mokið, en þær framkvæmdir sem þarna hafa átt sér stað hafa leitt til þess að vatnið gat brotið sér þessa leið. Allur austurbakki Moksins er eins og stórt svöðusár yfir að líta.

Nánar í Flugufréttum þar sem birtar eru nokkrar myndir af ummerkjum við Mokið.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.