Fréttir

15 maí 2008

Dauður lax flaut í mórauðri á

Nokkuð af dauðum laxi flaut niður Elliðaárnar í byrjun síðustu viku þegar
tæmt var úr nyrðri hluta lónsins við Árbæjarstíflu.
„Áin var eins og beljandi aurflaumur þegar ég kom að henni og á stuttum
tíma sá ég nokkra dauða laxa fljóta niður ána og undir göngubrúna ofan
við rafstöðina. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður," segir Jón Ólafur Karlsson,
sem var á gönguferð um Elliðaárdalinn og varð vitni að mesta atganginum.

Starfsmaður Orkuveitunnar sem var á staðnum sagðist sjálfur enga dauða laxa
hafa séð. Alltaf væri hleypt úr lóninu á vorin til að greiða fiski leið til sjávar. 
taki um fjóra klukkutíma og komi talsvert botngrugg með í lokin. Síðan skoli áin sig.
Í byrjun síðustu viku hafi verið hleypt á nyrðri kvíslina en áður hafi verið hleypt úr
lóninu niður syðri kvísl árinnar.

Þegar Fréttablaðið bar að garði sáust í fljótu bragði þrír dauðir laxar við árfarveginn.
„Ég mundi hallast að því að flestir þessir fiskar hafi verið dauðir áður og safnast fyrir
í lóninu þar til hleypt var úr því. Það hafa margir spurst fyrir um þetta hjá okkur en
þetta er alls ekkert óeðlilegt," segir Jón Þ. Einarsson veiðivörður.

Frétt af MBL

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.