Fréttir

14 maí 2008

Svisslendingar banna Veiða/sleppa aðferðina

Fyrir helgi gáfu yfirvöld í Sviss út þá tilskipun að bannað væri að ganga
til veiða með stöng með það að markmiði að sleppa aftur veiddum fiski
frá og með árinu 2009.
Tilskipunin hefur vakið mikla athygli stangaveiðimanna um heim allan
enda kemur hún illa við þá 275.000 stangaveiðimenn sem stunda veiðar
innan svissnesku landamæranna. Samkvæmt tilskipun Svissneska
þingsins (Bundesrat) þá ber veiðimönnum að drepa þann fisk er þeir
veiða en sitja heima ella.

Í nýjum tilskipunum til stangaveiðimanna segir að drepa skuli allan fisk
samstundis með snöggu höfuðhöggi. Að auki hefur veiði með lifandi
beitu verið bönnuð svo og notkun á önglum með agnhaldi.Forsvarsmenn stangaveiðimanna í landinu hafa risið upp á afturfæturnar
og mótmælt banninu harðlega enda hefur það áhrif á öll umsvif í kringum
stangveiðina. Sem dæmi nemur sala á stangveiðibúnaði í Sviss um
30 milljónum evra. Einnig hafa stangaveiðimenn bent á að reglur um
að drepa skuli allan fisk komi engum til góða, sér í lagi þar sem að mjög
hátt hlutfall veiðimanna í landinu sleppi aftur feng sínum til þess að leggja
sitt af mörkum til verndunar fiskistofna.Nýju lögin taka gildi frá og með árinu 2009 en þau eru liður í því að skerpa
á dýraverndunarlögum þar í landi.

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.