Fréttir

02 maí 2008

Viltu læra að veiða?

Félagsstarf SVAK hefur verið með miklum blóma á síðasta ári, opin hús,
hnýtingakvöld, fyrirlestrar svo eitthvað sé nefnt hefur verið nokkuð
reglubundið á dagskrá.

Við héldum flugukastnámskeið sem tókust afar vel og þeim höfum við
ákveðið að fylgja eftir með Fluguveiðiskóla SVAK. Skólinn hefur göngu
sína með tveimur 3 daga námskeiðum í byrjun Júní og verður skólinn
staðsettur í glæsilegu veiðihúsi við Reykjadalsá í Suður - Þing.
Vatnasvæðið sem skólinn hefur til umráða fyrir nemendur sína er
Reykjadalsá og Vestmannsvatn en gaman er að geta þess að
Reykjadalsá var ein gjöfulasta urriðaá landsins á síðasta ári.
Þátttakendur þurfa einungis að taka með sér góða skapið og viljann
til að læra því innifalið í námskeiðsgjaldi er kennsla, gisting í
uppábúnum rúmum og fullt fæði.

Dagskrá Fluguveiðiskólans verður meðal annars kastkennsla þar sem skoðuð verða
þekktustu kastafbrigði. Eins verður farið með þátttakendur í gegnum val á flugum og
hvernig best er að koma flugum fyrir fiskinn við mismunandi aðstæður (presentation).
Skoðuð verður sérstaklega flóra skordýra í tengslum við val á flugum.


Sá sem stýrir þessu verkefni er Pálmi Gunnarsson en með honum kenna Þórarinn Blöndal og Ingvar Karl Þorsteinsson.

Fleiri upplýsingar um Skóla SVAK


Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
24.9.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
24.9.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
24.9.2020
Svæði 4a fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.