Fréttir

23 apr. 2008

Vísindaveiðar í Eyjafjarðará

Á morgun, sumardaginn fyrsta verða félagar úr SVAK við vísindaveiðar á ósasvæði Eyjafjarðarár.  Veiðifélag Eyjafjarðarár og SVAK hafa gert samkomulag um að SVAK-félagar aðstoði við merkingar á niðurgöngufiski nú í vor. 

Þetta er í liður í þriggja ára löngu rannsóknarverkefni sem veiðifélag Eyjafjarðarár hefur lagt upp með:

"Fyrirhugaðar eru umfangsmiklar rannsóknir á lífríki Eyjafjarðarár undir stjórn Bjarna Jónssonar umdæmisstjóra veiðimálastofnunar á Norðurlandi. Rannsóknin felst m.a. í að merkja umtalsvert magn af bleikju, til að meta far bleikjunnar, mögulegan veiðistofn, veiðiálag, ofl. Merkingar á bleikju hefjast í vor á neðri svæðum árinnar. Bleikja verður merkt á svæði 5 og í þverám Eyjafjarðarár jafnt og þétt í allt sumar. Ekki verður merkt bleikja á heimiluðu veiðisvæði á svæði 5, í ágústmánuði. Gert er ráð fyrir að þessar rannsóknir spanni yfir þriggja ára tímabil. "

 Áhugasamir hafi samband við Högna Harðar eða Erlend Steinar

-esf-

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.