Fréttir

21 apr. 2008

Veitt og sleppt í Eyjafjarðará

Í sumar verður bleikjan í Eyjafjarðará svo sannarlega látin njóta vafans og skulu veiðimenn sleppa allri bleikju er þeir veiða þar.   Það er fagnaðarefni að stjórn veiðifélagsins skuli taka svo fast á málum sem raun ber vitni.  Áin hefur enda verið á hraðri niðurleið síðustu misseri og var veiðin síðasta sumar rétt um 600 fiskar, en meðalveiði síðustu 20 ára er um 2.400 fiskar.

 

 

 Á árunum 1990 -2000 var Eyjafjarðaráin alger gimsteinn og veiddust þar á hverju sumri nokkrar bleikjur á bilinu 7-9 pd. Uppúr 2000 fór svo að halla undan fæti, líkt og í flestum öðrum bleikjuveiðiám á landinu. Samdráttur veiðinnar í Eyjafjarðará var þó mun meiri en annarsstaðar og síðustu tvö árin dróst veiðin svo mikið saman að kalla má hrun.
Um orsakir þessa mikla samdráttar hafa menn velt vöngum og talið til mikla veiði á pollinum, ofveiði stangveiðimanna sjálfra í ánni, áhrif mikillar malartekju o.fl. 
 

 

 

 

Bjarni Jónsson fiskifræðingur og deildarstjóri Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar fjallaði meðal annars um þennan samdrátt í áhugaverðu erindi sínu hjá SVAK s.l. fimmtudagskvöld.  Þar kom fram að sumar af hliðarám Eyjafjarðarár standa fyrir alltað 5% af seiðaframleiðslu árinnar.  Sumar þessar hliðarár hafa orðið fyrir afarmiklum skakkaföllum síðustu misseri, þannig hreinsaðist allur í fiskur úr Djúpadalsá í miklu flóði þegar stífla rafbóndans Aðalsteins brast hér um árið.  Aðspurður sagðist Bjarni geta líkt þeim hamförum við klórslysið í Varmá, svo gersamlega var eyðileggingin.  Aðfarir við malartekjuna virðast einnig vera afdrifaríkar, þannig hafa orðið til ófiskgengir fossar á malartekjumsvæðum í hliðarám. 

 

   

  En ábyrgð veiðimanna er líka mikil og er ekki ólíklegt að áin hafi hreinlega verið ofveidd síðustu ár.  Vonandi skilar ströng og afgerandi veiðitilhögun, ásamt metnaðarfullri rannsóknaráætlun, stærri bleikjustofni við ánna. 

   

 -esf-

 

 

 

Hér neðar má sjá umsóknarform fyrir veiðileyfum í Eyjafjarðará sem stjórn veiðifélagsins sendi nýlega frá sér.  Gögnin má nálgast í Ellingsen.

Veiðitilhögun í Eyjafjarðará

Einungis er leyfilegt að veiða á flugu, með einum eða tveimur krókum, með flugustöng og fluguhjóli.
Sleppa ber allri bleikju sem veidd er en heimilt að hirða urriða (staðbundinn og sjógenginn) og lax.
Veiði í öllum þverám Eyjafjarðarár er bönnuð.
Á svæði 5 verða seld veiðileyfi í ágústmánuði og þá einungis fyrir hádegi. Ekki verður heimilt að veiða á svæði 5 fyrir framan merki ofan Tjaldbakka.

Fyrirhugaðar eru umfangsmiklar rannsóknir á lífríki Eyjafjarðarár undir stjórn Bjarna Jónssonar umdæmisstjóra veiðimálastofnunar á Norðurlandi. Rannsóknin felst m.a. í að merkja umtalsvert magn af bleikju, til að meta far bleikjunnar, mögulegan veiðistofn, veiðiálag, ofl. Merkingar á bleikju hefjast í vor á neðri svæðum árinnar. Bleikja verður merkt á svæði 5 og í þverám Eyjafjarðarár jafnt og þétt í allt sumar. Ekki verður merkt bleikja á heimiluðu veiðisvæði á svæði 5, í ágústmánuði. Gert er ráð fyrir að þessar rannsóknir spanni yfir þriggja ára tímabil.


EYJAFJARÐARÁ 2008 Umsókn um veiðileyfi

Veiðisvæði I. (frá ósum að merki 50 m sunnan við Munaþverá)
Stengur dagar og tímabil_______________________________________________________

___________________________________________________________________________

Veiðisvæði II. (frá merki 50 m sunnan við Munkaþverá að Guðrúnarstaðabæ
Stengur dagar og tímabil_______________________________________________________

___________________________________________________________________________

Veiðisvæði III. ( frá Guðrúnarstöðum að merki rétt norðan Hleiðargarðs)
Stengur dagar og tímabil_______________________________________________________

___________________________________________________________________________

Veiðisvæði IV (frá merki rétt norðan Hleiðargarðs að göngubrú við Hóla)
Stengur dagar og tímabil_______________________________________________________

___________________________________________________________________________

Veiðisvæði V (frá göngubrú við Hóla að merki framan við Tjaldbakka)
Stengur dagar og tímabil_______________________________________________________

___________________________________________________________________________


Nafn:________________________________________ Kennitala:___________________

Heimilsfang___________________________________ Póstnúmer: _________________

Símanúmer og gsm:_____________________________ Netfang: ______________________

Annað, t.d. dagar sem umsækjandi getur alls ekki notað, sérstakar óskir og hver sé veiðifélagi:


Þið eruð vinsamlegast beðin um að sækja um tímabil sem þið getið notað en ekki einstaka daga nema tilgreina góða ástæðu fyrir því að ekki er hægt að sækja um nema vissa daga. (Ef sótt er um marga sértilgreinda daga getur það valdið erfiðleikum við að koma til móts við alla sem sækja um). Ofan á veiðileyfi leggst skilagjald kr. 2.000,- sem fæst endurgreitt við skil og útfyllingu á veiðiskýrslu í Ellingsen.

Umsóknir skulu berast á þessu umsóknarblaði til Ellingsen, Tryggvabraut 1-3, 600 Akureyri. Umsóknir skulu berast fyrir kl. 17:00 þriðjudaginn 6. maí 2008. Úthlutuð veiðileyfi á að greiða í Ellingsen, Tryggvabraut 1-3, 600 Akureyri fyrir 5. júní 2008. Í sumar er veiðimönnum skylt að skila inn aflatölum eftir hverja veiðiferð í Ellingsen við Tryggvabraut. Þar ber veiðimanni að skrá aflann. Vinsamlegast skrifið skýrt og greinilega. Skráning er mikilvæg til að fylgjast með og ákvarða veiði í ánni. Athugið ef veidd er merkt bleikja skal skrá númer merkis ásamt lengd og veiðistað í veiðibók.Verðskrá 2008 verð pr. stöng


Veiðisvæði 
Tímabil   Virkir dagar -Virkir dagar - Helgar - Helgar
               1/1 dagur - 1/2 dagur - 1/1 dagur - 1/2 dagur

1 sv. 1/7-15/7 5.000 kr. 3.300 kr. 5.500 kr. 3.700 kr. 
      16-7-15/8 6.000 kr. 4.000 kr. 6.600 kr. 4.400 kr. 
      16/8-31/8 8.200 kr. 5.500 kr. 9.000 kr. 6.000 kr. 
       1/9-30/9 12.000 kr. Bara heilir dagar 13.200 kr. Bara heilir dagar

2 sv. 1/7-13/7 5.000 kr. 3.300 kr. 5.500 kr. 3.700 kr. 
      14-7-31/8 6.500 kr. 4.300 kr. 7.200 kr. 4.800 kr.
        1/9-20/9 8.300 kr. 5.500 kr. 9.100 kr. 6.100 kr.

3 sv. 1/7-13/7 5.000 kr. 3.300 kr. 5.500 kr. 3.700 kr. 
      14-7-31/8 7.300 kr. 4.900 kr. 8.000 kr. 5.300 kr.
        1/9-20/9 6.000 kr. 4.000 kr. 6.600 kr. 4.400 kr.

4 sv. 1/7-8/7 5.000 kr. 3.300 kr. 5.500 kr. 3.700 kr.
      9/7-19/7 8.100 kr. 5.400 kr. 8.900 kr. 5.900 kr.
   20/7-9/8 12.000 kr. 8.000 kr. 13.100 kr. 8.700 kr.
   10/8-31/8 9.500 kr. 6.300 kr. 10.100 kr. 6.700 kr.

5 sv. 1/8-31/8 Bara selt fh. 12.000 kr. Bara selt fh. 13.200 kr.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.