Fréttir

14 apr. 2008

VORVEISLA

Hópur lífsglaðra stangaveiðimanna hefur tekið sig saman  og blæs til glæsilegrar vorveislu í Glersalnum Kópavogi  laugardagskvöldið 3. maí nk.

Meistarakokkurinn Sturla Birgisson töfrar fram dýrindis veitingar og með þeim verða drukknar guðaveigar.
Bryddað verður upp á ýmsum skemmtiatriðum og uppátækjum undir veislustjórn skemmtikraftsins og eftirhermunnar Karls Örvarssonar.

– Fordrykkur kl. 19.30
– Borðhald og skemmtidagskrá
– Uppboð á veiðileyfum ofl.
– Leynigestur
– Veiðimannablúshljómsveitin Blue Charm
– Sannar veiðisögur ofl. ofl.
– Dj Collie Dog
Miðaverð 6900 kr.
Miðasala fer fram í Veiðibúðinni við lækinn
eða sendið póst á:
oddur@nordicseafood.is
thorbjorn@hraunhamar.is
bjornk@vog.is
vedecaceo@gmail.is
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti,
því sætafjöldi er takmarkaður.
Stefnt er á að gera veisluna að árvissum viðburði
og því um að gera að vera með frá byrjun!
Góða skemmtun!
Allur ágóði af rennur til langveikra barna

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.