Fréttir

13 apr. 2008

Hefur loftþrýsingur áhrif á veiði?

Högni Harðarson flutti fyrirlestur s.l. miðvikudag um þetta umdeilda atriði. Um 30 áhugasamir veiðimenna mættu á fræðslukvöld SVAK til að hlusta á Högna. Högni studdist í fyrirlestri sínum við niðurstöður á lokaverkefni sínu í fiskifræði og veiðistjórnun frá Sparsholt College, Winchester í Englandi.

Sumir veiðimenna halda því statt og stöðugt fram að ekkert veiðist þegar lægð er yfir landinu og þar með lægri loftþrýsingur á veiðislóðum. Högni Harðarson fiskeldisfræðingur hefur rannsakað þetta með því að bera saman tölur um loftþrýsting, afla og hitastig sem ná yfir tímabilið 1995-2006. Högni byggði rannsókn sína á gögnum frá Veiðimálastofnun sem lúta að Laxá í Mývatnssveit, Laxárdal og Aðaldal, Elliðaánum og Laxá í Kjós. Niðurstöður hans gefa ekki til kynna að einhver afgerandi fylgni sé á milli loftþrýstings og gengi veiðimanna. Um óbein áhrif kann þó að vera að ræða að því leyti að veður hefur áhrif á þankagang og ástundum veiðimanna. Fjölmargir þættir hafa þannig áhrif á aflabrögð auk þeirra sem fyrr eru nefnir s.s. straumar, þekking, veiðiaðferðir, veiðireglur og fleira.

Högni fjallaði líka um hegðun kynþroska laxaseiða. Þessi litlu grey sem gera mörgum veiðimanninum lífið leitt gera mikið gagn. Þau taka þátt í að frjógva hrogn og ferst það iðulega vel úr hendi þótt litil séu og máttlaus andspænis samkeppni stórra hænga. Hinir síðarnefndu eiga það oft til að drepa þessi seiði með því að glefsa í þau. Þessar staðreyndir ættu að hvetja okkur veiðimenn til að fara mjúkum höndum um smælkið og reyna eftir bestu getu að koma því ósködduðu út í vatnið aftur þótt það geri okkur stundum lífið leitt í hita veiðileiksins.

Róbert F. Sigurðsson

Ítarlegri frétt um fyrirlestur Högna má finna í grein eftir Ragnar Hólm á flugur.is.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.