Fréttir

12 apr. 2008

Uppstoppað listaverk

Laugardaginn 12. apríl, opnaði Haraldur Ólafsson allsérstæða listsýningu í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri. Haraldur er hamskeri og hefur unnið til fjölda verðlauna á því sviði út um allan heim. Hann sýnir nú eitt af sínum nýjustu verkum.

Verkið er uppstoppaður lax sem ættaður er úr Laxá í Aðaldal og var gerður fyrir heimsmeistaramót í hamskurði sem haldið var í Salzurg í Austurríki í febrúar sl. Haraldur keppti í meistaraflokki og fékk fyrstu einkunn eða 90 stig af 100 mögulegum.

Ef grannt er skoðað má sjá fiska sem eru tálgaðir út úr rekaviðarrót sem er umgjörð utan um verkið og gert í þeim tilgangi til að skora stig fyrir listræna útfærslu á verkinu. Sýningin stendur til 17. apríl.

Haraldur Ólafsson er fæddur á Akureyri 1962. Hann er menntaður sem tækniteiknari og starfaði sem slíkur um tíu ára skeið hjá Pósti og síma hér í bæ. Hann byrjaði fljótlega upp úr 1990 að stoppa upp fugla og var það aðeins áhugamál til að byrja með. Haraldur vann í nokkur ár sem fangavörður við fangelsið á Akureyri en árið 1997 tók hann þá ákvörðun að helga sig eingöngu list sinni og hefur hann starfað sem hamskeri (uppstoppari) síðan.

Frá árinu 2000 hefur Haraldur tekið þátt í 9 stórum sýningum og keppni í þeirri listgrein sem hefur verið kölluð hamskurður og sérhæft sig í upptoppun fiska. Má segja að sú grein tengist listmálun allnokkuð þar sem litir, málun og litgreining fara saman.

Frétt af www.akureyri.is.

- rhr

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.