Fréttir

01 apr. 2008

Veiðikortið

Búið er að semja um að Meðalfellsvatn í Kjós verði innan vébanda
Veiðikortsins, en veiði hefst í vatninu 1. apríl 2008

Meðalfellsvatn er kærkomin viðbót við þau rúmlega 30 veiðivötn sem fyrir eru í Veiðikortinu, en vatnið er í tæplega 50 km fjarlægð frá Reykjavík. Meðalfellsvatn er eitt vinsælasta veiðivatnið í nágrenni við höfuðborgina. Í vatninu er mikið af bleikju og urriða. Þegar líða tekur á sumar veiðist þar einnig lax og sjóbirtingur. Nánari upplýsingar um vatnið verða birtar á www.veidikortid.is á næstu dögum.
Ekki er búið að ganga frá því hvar menn skrá sig þegar menn hefja veiðar. Það verður kynnt nánar á vef Veiðikortsins. Þar til skráingarferlið verður komið á hreint eru Veiðikortshafar beðnir um að vera með Veiðikortið á sér þegar veiðivörður vitjar veiðimanna. Einnig eru veiðimenn hvattir til að skila veiðiskýrslu með tölvupósti (veidikortid@veidikortid.is), en hana má nálgast á vef Veiðikortsins, www.veidikortid.is. Einnig er hægt að skoða þar önnur vötn sem í boði eru sem og skoða vefútgáfu af bæklingi Veiðikortsins, lesa fréttir og spjalla um vatnasvæðin.
Veiðikortið fæst á bensínstöðvum N1, veiðivöruverslunum sem og á vefnum www.veidikortid.is .

Vötn og opnunartími þeirra

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.