Við rannsókn Seierstad kom fram að laxar sem fengu fóður með lýsi innihéldu þrisvar sinnum meira af omega þrír og helmingi meira en laxar sem fengu bæði lýsis- og jurtaolíufóður. Laxinn sem Seierstad og félagar ólu upp var gefinn hjartasjúklingum á Ullevål háskólasjúkrahúsinu í Ósló. Hjá sjúklingunum kom í ljós marktækur munur eftir því hvers konar lax þeir snæddu.
Frétt af http://www.ruv.is