Fréttir

05 mar. 2008

Púpa var það heillin!

Menn skemmtu sér vel á opnu húsi síðasta fimmtudag og var virkilega fróðlegt að heyra hvernig Gísli og Egill veiða Laxá í Mývatnssveit, þeir félagar þekkja ánna afar vel og veiða hana hvor með sínum hætti. En þeir voru sammála um eitt að sennilega væri andstreymisveiði með kúluhausum skæðasta veiðitækið í Laxá.

Það voru um 30 manns sem komu á kynningu þeirra félaga og var gerður góður rómur að henni. Má fullyrða að hún var fróðleg bæði fyrir þá sem þekkja ánna og einnig fyrir þá sem lítið þekkja til. Þeir eru afar snjallir veiðimenn en veiðinálgun þeirra er nokkuð ólík en hafa það sameiginlegt að vera afburða glöggir á legustaði urriðans í Laxá. En þar skilur á milli feigs og ófeigs, kunna að lesa vatnið sem þú veiðir og geta þá áætlað hvar fiskur heldur sig, þekkja og skilja lífríki árinnar sem þú veiðir, hvað er hann éta og geta þá brugðist við ólíkum aðstæðum. Enda má segja að það er enginn tilviljun að þeir eru fundvísir á stóra urriða í Laxá og margir þeirra hafa komið úr ómerktum stöðum.
En einnig var gaman að fylgjast með gömlum Laxár kempum sem hafa veitt þarna í tugi ára og þekkja hana alveg eins og lófan á sér, var greinilegt að það fer að styttast í næstu ferð og eitt er sameiginlegt öllum þeim sem ánetjast Laxá, að geta endalaust rætt um hana.

ÞB.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.