Fréttir

26 feb. 2008

Hugleiðing um stangaveiði versus hjónaband og kynlíf

Það er nokkurn veginn sama hversu mikið viskí þú drekkur,
þú getur veitt.
Mjúk stöng gagnast vel við veiðar,Þú þarft ekki að fela veiðiblöðin.
Það er fullkomlega ásættanlegt að greiða fyrir veiðifélaga af og til
því boðorðin tíu segja ekkert um stangaveiði.

Veiðifélagi þinn er alveg rólegur yfir fyrrverandi veiðifélögum þínum.
Það er fullkomlega eðlilegt að veiða með einhverjum sem þú þekkir ekki neitt.

Þegar þú sérð virkilega flottan veiðimann þá þarftu ekki að fá sektarkennd þó þú
ímyndir þér hann sem veiðifélaga.
Ef sá sem venjulega veiðir með þér er ekki til staðar þá segir hann/hún ekkert
við nýjum veiðifélaga

Engum dettur í hug að segja þér að þú getir orðið blindur ef þú veiðir einn.
Þú þarft ekki að fara á subbulegan stað í sóðalegu hverfi til að kaupa veiðidót.

Þú getur haft veiðidagatal á veggnum á skrifstofunni hjá þér, sagt vinnufélögunum veiðisögur og boðið þeim í veiði án þess að eiga á hættu að vera lögsóttur fyrir áreitni.
Enginn ætlast til að þú veiðir með sama félaganum alla ævi .
Enginn ætlast til að þú missir áhuga á veiði þó félaginn geri það.

Veiðifélaginn mun aldrei segja “Nú er nóg komið, við erum búin að veiða í heilan mánuð,
 hugsarðu aldrei um neitt annað en veiði ??”

PG

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.