Fréttir

25 feb. 2008

Hnýtngarnámskeið SVAK

Fyrsta hnýtingarnámskeið vetrarins er lokið. Sex nemendur voru á námskeiðinu og hnýtti hver nemandi 12 flugur á þremur kvöldum.

 

 

Farið var yfir helstu tól og tæki sem eru notuð við fluguhnýtingar. Rætt var um mismunandi gerðir króka og lokahnútur kenndur, bæði með til þess gerðu áhaldi og einnig án áhalds sem er auðvitað best að kunna líka. Á námskeiðinu voru hnýttar silungapúpur, hefðbundnar silungaflugur, straumflugur og laxaflugur.

Góður rómur var gerður af námskeiðinu og voru þátttakendur mjög ánægðir með afraksturinn. Þessum nemendum er nú boðið að koma á hnýtingarkvöld SVAK á miðvikudögum þar sem þeim gefst kostur á að halda við þessu skemmtilega frístundaáhugamáli. Tól og tæki verða á staðnum og geta því nemendur komið og hnýtt þar til þeir eru búnir að koma sér upp sínum búnaði.Fyrirhugað er að halda annað námskeið þegar nægur fjöldi þátttakenda hefur skráð sig. Þeir sem hafa hug á að skella sér á námskeið geta haft samband við Jón Braga með því að senda honum tölvupóst á netfangið hrjonbragi@gmail.com

 

-ESF-

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.