Fréttir

17 feb. 2008

Er framtíð í silungsveiði í Mývatni eða heyrir hún sögunni til?

Guðni Guðbergsson, deildarstjóri hjá Veiðimálastofnun var fyrirlesari á málstofu LbhÍ, sem haldin var mánudaginn 11. febrúar á Keldnaholti. Guðni hélt áhugavert erindi um framtíð silungsveiða í Mývatni.

Hlusta má á erindið hér.

(Tekið af veidimal.is) (ESF)

Mývatn er eitt af frjósömustu vötnum landsins. Silungurinn í Mývatni hefur um aldir verið mikilvæg matarkista þeirra sem við vatnið búa og óvíða hérlendis er veiðihefð eins samofin landbúnaði og búsetu. Við stofnun Veiðifélags Mývatns árið 1905 var helsta markmið félagsins að vinna gegn minnkandi veiði í vatninu. Rakin verður saga veiðanna síðustu 100 árin en miklar sveiflur hafa komið fram í veiðinni og nær stöðugur samdráttur í veiði frá því um 1970.

Árlegar rannsóknir hafa farið fram á silungastofnum Mývatns í rúmlega 20 ár. Þar hafa meðal annars fengist upplýsingar um holdafar, fæðu, aldurs- og stærðarsamsetningu ásamt vísitölum fyrir stofnstærð silungs í vatninu á þeim tíma. Greint verður frá niðurstöðum þessara rannsókna og leitast verður við að tengja saman niðurstöður vöktunarrannsókna á silungastofnunum við framvindu í veiði bænda.

Guðni Guðbergsson er deildarstjóri rannsóknadeildar Veiðimálastofnunar. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1976. B.Sc. prófi í líffræði frá HÍ 1983 og Cand. Scient prófi í vatnavistfræði með ferskvatnsfiska sem sérgrein frá Óslóarháskóla 1985. Guðni hefur starfað á Veiðimálastofnun frá árinu 1979 fyrst sem rannsóknarmaður en síðar sem sérfræðingur og deildarstjóri. Hann hefur stundað rannsóknir á laxfiskum hér á landi og m.a. tekið þátt í norrænum og alþjóðlegum verkefnum á því sviði.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.