Fréttir

04 feb. 2008

Fjársjóðsleit eða bleikjuveiði í Hofsá.

Gamlar munnmælasögur segja frá klaustri sem átti að hafa verið fremst í Vesturdal í Skagafirði. Skammt fyrir framan gamlan gangnakofa klofnar Vesturdalur í tvennt . Úr suðvestri kemur hamragil ofan í megindalinn og um það fellur Hraunþúfuá. Suðaustan þess er Hraunþúfumúli en handan þess fellur Runukvísl, einnig í miklu gili, og ganga austan að því Neðri og Efri-Bakkar.
En í hrísmóunum ofan við gagnamannakofan sér enn móta fyrir óljósum rústum eða tóttum. Það eru rústirnar af Hraunþúfuklaustri.

Hér átti að hafa verið munkaklaustur og bú allstórt. Kistill fullur af silfri á að vera grafinn í Hraunþúfu en það er einn hæsti barmur gljúfursins að sunnanverðu. Gengur hryggur fram í gilið en hengiflug er á báðar hendur og er leiðin fram á Þúfuna ekki fyrir lofthrædda. Þennan fjársjóð fór ábótinn með þangað og hafði smala búsins með.
Að greftri loknum fóru þeir á hæsta höfðan í gilinu en hann er norðan megin við á og þar hratt ábótinn honum niður svo hann yrði ekki til frásagnar um hið fólgna fé. En höfðinn er nefndur eftir smalanum og heitir Hólófernishöfði.

Gott er að vita af þessum fjársjóð því bleikjan getur verið dyntótt og ekki alltaf tilbúinn til að taka agn veiðimannsins. En fleira hef ég rekist á um Hofsá og áhugaverðust þykir mér eftirfarandi frásögn en menn verða að virða það við mig að segja ekki nákvæmar frá staðháttum. “Þar, sem þeir falla ofan í gilið, myndast bergvatnsós eða síki. Þar er stundum svo fullt af silungi, svo ausa mátti upp í ílátum.”

ÞB.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.