Fréttir

02 feb. 2008

Nýtt veiðisvæði hjá SVAK

SVAK hefur tekið Hofsá í Skagafirði á leigu til 10 ára.  Veiðisvæði Hofsár sem er í Vesturdal í Lýtingsstaðahreppi er 25 km langt og er veitt þar á 3 stangir.  Áin er fyrst og fremst sjóbleikjuá, þótt á árum áður hafi þar veiðst slangur af laxi eftir seiðasleppingar. 

Verði veiðileyfa er mjög stillt í hóf og eru dagsleyfi til félagsmanna á bilinu 2.000 - 4.500 kr. Veiðimenn geta fengið afnot af litlu veiðihúsi, fyrir aðeins 4.000-5.000 kr. sólarhringinn. Innifalið í því er uppábúin rúm fyrir 4 auk svefnaðstöðu fyrir 3-5 börn eða unglinga. Fyrirhugað var að láta veiðhúsið fylgja með ef keyptar væru allar stangirnar en frá því var horfið og ákveðið að hafa verð veiðileyfa lægra þess í stað. 

Stefnt er að því að kynna ánna á opnu húsi þann 20. febrúar.  Nánari upplýsingum um svæðið verður smám saman bætt inn á vefinn á næstu dögum.

-ESF-

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.