Fréttir

25 jan. 2008

Manninum er eiginlegt að fiska.

Manninum er eiginlegt að fiska. Það er honum árátta. Þess vegna á ekki að banna ungum börnum að fara ofan að bryggju eða niður að á og reyna að veiða. Flenging stoðar ekki , en það er hægt að kenna þeim að synda.

Stefán Jónsson, Roðskinna, Reykjavík 1969.

Svona kemst Stefán að orði í sinni frábæru bók Roðskinnu, þessa bók les ég á hverjum vetri og hef alltaf jafn gaman af henni og gagn. Mig langar að grípa niður í síðasta kafla bókarinnar en þar segir, “Silungsveiðar er ennþá hafin yfir tíma og rúm á þessu landi og í mjög lausum tengslum við efnahagsvandamálin. Enginn klukkuvísir ristir þér angistarrúnir á himininn. Þú ferð í góðu veðri, og ef það versnar að ráði, þegar á daginn líður, þá ferð þú bara heim, því þú getur alltaf farið aftur, þegar léttir til og annirnar leyfa og lönguninn kallar. Þú nýtur þess að veiða, sumarlangan daginn, með sama hugarfari og Færeyingurinn, sem sagði: Það kemur alltaf meiri tími gamli. Og þegar þú steppar svo loksins inn úr gættinni heima hjá þér, utan úr bláu ágúströkkrinu, með stöngina í annari hendinni og nokkra silunga eða engan í hinni, þá er klukkuþrællinn ennþá eilífðarvera, því að þetta er ekki nákvæmlega sami karlrassinn og fór að heiman í morgun.
Með þessum orðum vanþakka ég ekki þá dýrðlegu skemmtun,sem ég hef notið við laxveiðar. Ég játa það jafnvel fúslega, að þegar ég rifja nú upp æviferil minn, hálffimmtugur maðurinn og rúmlega það, þá er helsta eftirsjáin, að allmargir af silungum, sem ég hef veitt , skuli ekki hafa verið laxar. En það er ekki heldur rétt, sem synir mínir bera mér á brýn, að hugarfar mitt sé gjörmengað laxveiðidellu. Að vísu er veiðistöngin burðarrás margra vona minna um lengri lífdaga. En mig dreymir ekki um það, eins og þeir halda, að verja öllum frístundum mínum, það sem ég á ólifað, í það eitt að veiða laxa. Ég ætla líka að veiða silunga.”

Þessi orð geri ég að mínum!
ÞB.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.