Fréttir

19 jan. 2008

Aðalfundur SVAK

Fundarboð

Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar verður haldinn laugardaginn 26. janúar 2007 í Lionssalnum, Skipagötu 14, 4. hæð kl. 14:00


Aðalfundur SVAK
Fundarboð


Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar verður haldinn laugardaginn 26. janúar 2007 í Lionssalnum, Skipagötu 14, 4. hæð kl. 14:00

Fundarefni:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar
3. Formenn nefnda flytja skýrslur
4. Gjaldkeri kynnir reikninga félagsins og leggur þá fram til samþykktar
5. Umræður um ofangreint
6. Fundarhlé, kaffi og kökur
7. Kosning um félagsgjald og inntökugjald
8. Lagabreytingar
9. Kosningar:
a. Formanna fastanefnda (Tillaga dregin til baka)
b. Tveggja stjórnarmanna
c. Tveggja varamanna í stjórn
d. Formanns félagsins
e. Skoðunarmanna reikninga
10. Önnur mál


Á fundinum skal kjósa:
Formann- Erlendur Steinar gefur kost á sér til endurkjörs
Tvo stjórnarmenn – úr stjórn eiga að ganga Jón Bragi og Björn Guðmundsson, báðir gefa kost á sér til endurkjörs
Tvo varamenn í stjórn – kost á sér gefa Sigurpáll Guðmundsson og Hinrik Þórðarson.
Tvo endurskoðendur reikninga og einn til vara.

Auk þess eru lögð fram tillaga að lagabreytingu við 6. gr
.
(Breytingin er bláletruð og undirstrikuð):


6. gr. Stjórn og stjórnarkosning
Stjórn félagsins skipa fjórir menn auk formanns og tveir til vara. Hver stjórnarmaður fer með eitt atkvæði á fundum.
Framboðum til stjórnar skal skila skriflega til skrifstofu félagsins eigi síðar en fjórtán dögum fyrir aðalfund og skulu nöfn frambjóðenda birt í aðalfundarboði.
Formaður skal kosinn til eins árs og tveir varamenn en aðrir stjórnarmenn til tveggja ára, þó þannig að á hverju ári sé kosið um tvo meðstjórnendur. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund.
Stjórnarkosning fer fram á aðalfundi og skal kosið skriflega, bundinni kosningu milli frambjóðenda. Atkvæðaseðill við kjör meðstjórnenda er því aðeins gildur að á hann séu rituð tvö nöfn. Allir skuldlausir félagsmenn eru kjörgengir til stjórnarkjörs.
Stjórnarfundir skulu að jafnaði haldnir vikulega utan sumarorlofstíma en oftar ef formaður eða þrír stjórnarmenn óska þess. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á stjórnarfundum.
Stjórnarfundur er löglegur ef þrír stjórnarmenn eru mættir, þar af formaður eða varaformaður.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.