Fréttir

17 jan. 2008

Tillitsemi við veiðifélaga

Hér kemur ein flökkusaga úr heimi stangaveiðinnar sem er jafnframt dæmisaga. Sannleiksgildi flökkusagna er, eins og allir vita, alla vega enda ganga slíkar sögur óralengi, fara mjög víða og fyrirfinnast þess vegna í ótal útgáfum.

Tveir félagar voru við veiðar í ónefndri laxveiðiá á Norðurlandi. Hylurinn var smekkfullur af fiski en tók ekki. Eftir klukkutíma barning neglir loks 10 punda nýgenginn hængur fluguna með voðalegum látum. Það lifnar heldur betur yfir þeim félögum, ekki síst þeim sem var á háfnum enda meiri keppnismaður og þar að auki helst til hvatvís. Laxinn æðir með línuna út í dýpið en hreinsar sig því næst í miðjum hylnum með tilheyrandi skvampi og látum. Taugarnar eru þandar til hins ýtrasta. Veiðimaðurinn heppni er rétt að ná sér eftir mestu spennuna sem fylgdi högginu og þessa tignarlegu sýningu hængsins þegar undarlegur hlutur gerist: Félagi hans æsti æðir út í ána fyrirvaralaust með háfinn stóra á lofti og hirðir ekkert um það þótt vatnið nái honum upp í hendur. Hann viðhefur hröð handtök og skóflar fiskinum í háfinn eins og ekkert sé. Hvorki þungur straumur né hyldýpi er hin minnstar hindrun við verkið. Hann göslast hróðugur í land með bráðina og hrópar til félagans: ,,Sástu hvernig ég náði honum! Djöfull er hann flottur maður!"

Það er létt verk að koma auga á hvar tillitsemin brást hjá okkar ágæta skóflumanni, en ég ætla engu að síður að leggja út af þessari stuttu sögu í næstu viku.

-RFS-

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.