Það sem er skemmtilegast við hnýtingarkvöldin eru öll leyndarmálin sem eru uppljóstruð og þá ekki bara í fluguhnýtingum heldur hvar veiðum við og hvernig!! Enda mæta ekki allir með hnýtingargræjuna heldur meira til að spjalla og hitta aðra, ekki skemmir fyrir að Jón Bragi og Guðmundur Ármann hnýtingameistarar eru oftast á staðnum og eru fúsir til að deila kunnáttu sinni. Oft eru fjögugar umræður og hleypur mönnum kapp í kinn þegar bornar eru saman veiðiaðferðir og ár. Enda ekki allir sáttir við kúluhausaveiði, streamerveiði, spúnaveiði eða beituveiði, hvað þá að veiða og sleppa! En það er nauðsynlegt en að ræða hlutina og heilbrigð umræða er alltaf holl og er fátt betra en að spjalla á hnýtingarkvöldi SVAK.
ÞB.