Fréttir

31 des. 2007

Sumarnótt í Skerjagarðinum

Sumarnótt eina í fyrra fórum við að vitja sjóbirtingsins við mynni Gautaelfunnar á vesturströnd Svíþjóðar.
Það var góðkunningi minn fluguveiði- og , blaðamaðurinn Janne Renström sem vildi kynna mér þessa veiði. Hann fer gjarnan að kvöldi eftir vinnu, á vorin og snemmsumars, hafði tekist að setja í og fanga nokkra silfraða 3. og fjögra kílóa fiska og vitaskuld misst þá enn stærri!

Hann vildi að ég kynntist þeirri einstöku upplifun, að kasta flugu fyrir sjóbirting, standandi á klöpp hafandi hafið fram fyri og veiða inn í nóttina.
Við lögðum af stað um klukkan níu að kvöldi og ókum beint í vestur frá Gautaborg og stefndum yst í Skerjagarðinn, enn var bjart.
Eftir um fjörtíu mínótna keyrslu og hálftíma göngu í gegnum lítil veiðimanna samfélag, göngubrýr, yfir í sker og smá eyjur, vorum við staddir á klöpp einni og hafið fyrir framan okkur spegil slétt. Eina hljóðið var mjúkur kliður vatns við klappir og sog þegar hafið reis og hneig líkt andardráttur náttúrunnar. Þegar Íslendingurinn horfði á þetta, spyr hann félagann. Hvar á að kasta? Hvar er fiskurinn? Þarf ekki að kasta voða langt? Þarf ekki að vaða? Hvar á að vaða?
Heimamaðurinn sýndi öllum þessu spurningaflóði mikin skilning og sagði með hægð, þetta kemur allt í ljós, við skulum tylla okkur og fá okkur kaffi og skoða flugur og setja saman. Ég hugsaði, það fer að dimma, það’ er ekki svo langur tími sem við höfum. En svo róaðist gesturinn og hugsaði, nú gildir að taka þátt og læra eitthvað nýtt!
Flugurnar sem Janne sýndi mér minntu mig á gamlar laxaflugur sem móðurbróðir minn átti í sínu boxi, stórar, skrautlegar fjaðraflugur, hnýttar á einkrækjur númer 6, 4 og jafnvel 2, nema hér voru litirnir í gráum, grænum og svörtum tónum, með bekkjóttum kinnum. Þetta voru eftirlýkingar einhverskonar smásíla.
Þar sem við sitjum hér gerist sker skrækur tónn Skarfans þögnina, hann baðar vængjunum í örvæntingu og hleypur á vatninumeð vængjaslætti, mikil ólga sést á eftir honum. En allt fer vel Skarfurinn kemst á sker og sjórinn verður aftur sléttur og kyrr. Það eru fleiri en við í veiðihugleiðingum. Nú er klukkan langt gengin í ellefu og farið að húma og veiði óþreyjan farin að segja til sín hjá mínum manni, en Svíinn situr hin rólegasti og segjir þetta færir að byrja.
Allt í einu er eins og farið sé að rigna, en droparnir falla aðeins í vatnið framan við klöppina okkar, á svona tvo 10 metra belti. Nú er mér bent á að fara varlega nær vatnsborðinu og kasta, með svarta flugu og grábekkjóttar kinnar sveiflast út í „rigninguna“.
Allt er við það sama í nokkra stund, en þá gerist undrið í þessu rigningarbelti ólgar sjórinn allt í einu, sá silfraði sjóbirtingur er mættur og í greinilegum veiðihugleiðingum einnig. Til að gera langa sögu stutta höldum við svona áfram að kasta á hverja ólguna á fætur annrri án þess að fá meira ein smá glefsur og eina og eina elltu og í þessu algleymi! Vitum við ekki fyrr en skollið er á myrkur og timi til að taka saman og koma sér til baka í bílinn á meðan enn er nokkurnvegin ratað. Á leiðinni sjáum við líf, vak og ólgur útum allt þar sem næturhiminninn deilir þeirri litlu birtu sem enn sést, með hafinu. Það voru ekki neinir fiskar sem íþyngdu veiðimönnum förina til baka. En einstakt ævintýri að baki, fullkomlega lukkuð veiðiferð, sáum fisk fengum viðbrögð, góður félagsskapur og einstök náttúra. Gerur maður farið fram á meira?

‘Óska okkur öllum árs og friðar og margra ánægju stunda með stöng við vatn, á komandi ári.

Guðmundur Ármann á síðasta degi 2007

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.