Fréttir

28 des. 2007

Áramótalaxinn

Uppskrift fyrir áramótin

Lax í smjördeigi með sýrðri rjómasósu

Fyrir 4

Lax í smjördeigi með sýrðri rjómasósu

Fyrir 4


2 plötur smjördeig (Findus)
2 eggjarauður, slegnar saman með smá salti
ca 150 gr skorinn frosinn lax, bein og roðlaus.
1 rauðlaukur
1 dl af Rustichella olivu paté, eða eitthvað af pestóunum frá Rustichella
1 dl rifinn parmesan
smávegis af fersku rosmarin
2 dl sýrður rjómi
1 bréf af Sauce Fraiche frá Blá Band, t.d. sólþurrkaðir tómatar
salt og svartur pipar


Stillið ofninn á 225° og látið smjördeigið þiðna. Þíðið laxinn að hálfu og skerið síðan í þunnar ræmur. Fletjið smjördeigið út um helming og skerið í fjóra jafn stóra ferninga. Setjið á bökunarpappír á heita bökunarplötu, gatið með gafli, penslið með eggjarauðunum og forbakið í ofninum í ca 5 mín eða þar til deigið hefur aðeins byrjað að lyfta sér. Takið þá út úr ofninum. Smyrjið þunnu lagi af Rustichella pestóinu á smjördeigið, skiljið ca 1 cm eftir við barmana. Setjið laxasneiðarnar ofan á pestóið og dreifið síðan ostinum yfir. Setjið inn í ofn og bakið í ca 15 – 20 mín eða þar til gullinbrúnn litur er kominn. Blandið saman Sauce Fraiche frá Blá Band og sýrða rjómanum og látið standa á meðan smjördeigið bakast. Saxið rosmarin eins fínt og hægt er, flysjið rauðlaukinn og saxið einnig mjög smátt. Þegar bakstri er lokið stráið þá salti, pipar, rauðlauk og rosmarin yfir og berið fram með Blá Band sósunni.
-BHA-

Tekið af http://nathan.is/

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.