Fréttir

18 des. 2007

Vetrarstarfið

Námskeið í flugukasti og hnýtingum hafa nú verið skipulögð.  Vakin er athygli á að nú er hægt að kaupa gjafakort á námskeiðin, tilvalin jólagjöf. 


Fluguhnýtingarnámskeið:

Þriggja kvölda byrjendanámskeið, mánudag, þriðjudag og miðvikudag, frá kl: 20:00 til 23:00
Farið er yfir grundavallaratriði og tæki sem notuð eru við hnýtingar, krókar, áhöld, efnisval o.fl.
Hnýttar eru 10 flugur, púpur, silungaflugur, straumflugur og laxaflugur.
Nemendur þurfa hvorki að koma með tæki né efni.
Kennari er sá margrómaði fluguhnýtari, Jón Bragi Gunnarsson.
Fyrirhugað er að fyrsta námskeið fari af stað fljótlega eftir áramót og rúmast aðeins 6 manns á hverju námskeiði.

Nánari upplýsingar veitir Jón Bragi Gunnarsson í síma 865-1772 og 466-2646 eftir kl. 17:00

Verð: kr. 12.500 en til félagsmanna kr. 9.500
ATH - hægt er að kaupa gjafakort, tilvalið í jólagjöf...Flugukastnámskeið:

Flugukastnámskeið verða haldin í Íþróttahöllinni.
Byrjendanámskeið verður haldið 5. og 19. janúar. kl. 10:30-13:30
Kennari verður hinn frábæri flugukastari Pálmi Gunnarsson, honum til aðstoðar verða Erlendur Steinar og Jón Bragi Gunnarsson.
Framhaldsnámskeið verður haldið 9. og 16. febrúar. kl. 10:30-13:30
Kennari verður hinn frábæri flugukastari Pálmi Gunnarsson, honum til aðstoðar verða góðir gestir.

Nánari upplýsingar veitir Jón Bragi Gunnarsson í síma 865-1772 og 466-2646 eftir kl. 17:00

Verð: kr. 7.000 en til félagsmanna í SVAK kr. 5.000
ATH - hægt er að kaupa gjafakort, tilvalið í jólagjöf...

 

Opin hús og árkynningar

26. janúar - Aðalfundur SVAK og árkynning á Ólafsfjarðará.

14. febrúar - Kynning á veiðimöguleikum á Grænlandi umsjónarmaður er Pálmi Gunnarsson.

28. febrúar - Kynning á ólíkum veiðiaðferðum í Laxá í Mývatnssveit, Púpa v.s. streamaer.  Egill Ingibergsson og Gísli Árnason.

3. apríl - Afli, meðferð, verkun og eldun.  Kynnir er Árna Þór Sigurðsson.

17. apríl - Fiskifræði veiðimannsins. Umfjöllun um vatnalíffræði, vatnalífverur, fæða og tímgun laxfiska, stofnstærðir, veiðilálag o.fl.

31. maí - Vorfagnaður á veiðidegi fjölskyldunnar (e.t.v. í Ljósavatni ef veður leyfir), grilli og
fleira skemmtilegu.

Nánari upplýsingar


Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.