Fréttir

11 des. 2007

Flókadalsá í Fljótum

Eins og áður hefur komið fram bauð SVAK í samvinnu við Fluguna í Flókadalsá í Fljótum.

SVAK og Flugan buðu 2.000.000 í veiðiréttinn og var það um 40% hærra en áin fór á í sumar sem leið. Skemmst er frá því að segja að tilboð okkar reyndist með lægstu tilboðum.  Heimildir herma að áin fari á tæpar 3 milljónir og leigutaki sé Jón Helgi, oft kenndur við Byko og dóttir hans Ingunn. 

 (mynd af Flókadalsá tekin af angling.is)

Jón Helgi mun eiga jörð í dalnum og er hann þar með sumarhús sitt og fjölskyldu sinnar. Jón Helgi var með Flókadalsá á leigu i sumar sem leið og voru hægt að nálgast leyfi á bænum Barði. 


Miklar sögusagnir voru í gangi í sumar og haust, þess efnis að útboðið væri til málamynda og væri búið að ráðstafa ánni til Jón Helga. Útboðið væri aðeins til fá verðmiða á ánna. Þegar formaður SVAK, Erlendur Steinar, hafði samband við formanns veiðifélagsins Flóku, Örn Þórarinsson á Ökrum við undirbúning tilboðsins var Örn inntur eftir þeim orðómi. Sagðist Örn kannast við orðróminn en hann ætti ekki við rök að styðjast. 

-ESF-

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.