Fréttir

06 des. 2007

Veiðikortið 2008

Samið hefur verið við forsvarsmenn Veiðikortsins að félagar í Stangaveiðifélagi Akureyrar fái kortið með 20% afslætti eða á 4.000 kr.

Kortið er tilvalin jólagjöf...

Til að njóta þessara kjara verða menn að nálgast kortið hjá stjórn félagsins.

Best er að staðgreiða kortið eða leggja 4.000 kr. inn á reikning félagsins áður en kortið er sótt. Reikningsnúmerið er 565-26-5558 og kennitalan 420503-2880. Skrifið sem skýringu „Veiðikortið 2008“ og sendið póst á svak@svak.is


Veiðikortið 2008 veitir nær ótakmarkaðan aðgang að rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið. Kortið kostar aðeins 5000 krónur og fylgir glæsileg handbók hverju seldu korti þar sem má finna leiðbeiningar og reglur.

Sjá nánar á heimasíðu Veiðikortsins.Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.