Fréttir

14 okt. 2007

Vetrarstarf

Nú stendur yfir undirbúningur á vetrarstarfi SVAK.
Verið að vinna með neðangreint og er hérmeð auglýst eftir félagsmönnum til að taka þátt í og aðstoða við vetrarstarfið.

Vetrarstarf SVAK

Nú er verið að undirbúa vetrarstarf SVAK.
Verið að vinna með neðangreint og er hérmeð auglýst eftir félagsmönnum til að taka þátt í og aðstoða við vetrarstarfið. 


Fræðslu- og kynningarkvöld fara af stað í janúar. Þau verða annað hvert fimmtudagskvöld kl. 20:00-22:00 í Lionssalnum. Þar verða kynntar ár og veiðisvæði, veiðiaðferðir, fiskifræði, vatnalíffræði, meðhöndlun afla ofl. Nánar auglýst síðar.

 
Hnýtingarnámskeið fara af stað í janúar.  Fyrstu námskeið fara af stað þegar næg þátttaka hefur náðst. Jón Bragi Gunnarsson hnýtingarsérfræðingur sér um þau. Nánar upplýsingar og skráning fer fram á hnýtingarkvöldum.


Flugukastnámskeið fara af stað í janúar. Námskeiðin fara fram í Höllinni og mun Pálmi Gunnarsson sjá um þau. Gert er ráð fyrir að um 3 stig af námskeiðum verði að ræða: byrjendanámskeið fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skrefin, stillingarnámskeið fyrir þá sem eru með reynslu en vilja bæta köstin, Speykastanámskeið fyrir þá sem vilja læra Speyköst og ofl.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.