Fréttir

26 jún. 2007

Ólafsfjarðará

Svak og stangveiðifélagið Flugan hafa í sameiningu tekið á leigu Fjarðará í Ólafsfirði. Landeigendur halda eftir einu degi í viku (þriðjudagur).

Veiðifyrirkomulag:
Ánni er skipt í tvö svæði og er veitt á tvær stangir á hvoru svæði. Kvóti á dag er 12 fiskar á stöng og er ekki heimilt að færa hann á milli stanga eða á milli daga. Ef keyptar eru báðar stangir á svæði er heimilt að bæta þriðju stönginni við og leyfa 12 ára og yngri að veiða á hana. Sú stöng er kvótalaus en heimilt að færa á hana kvóta af hinum tveim. Aðeins verða seldir heilir dagar og eru svæðaskipti á vaktaskiptum. Veiða þá tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt.

Leyfilegt agn er fluga og maðkur.

Verð og úthlutun:
Í töflu má sjá verð og daga í boði til SVAK-félaga. Forsala stendur til og með 3. júlí og fara dagarnir eftir það í almenna sölu. Lagt verður á veiðileyfi 1.000 kr skilagjald, sem er endurgreitt þegar veiðiskýrzlu er skilað. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skila þeim rafrænt.
Eingöngu verður hægt að sækja um rafrænt og gildir að fyrstur pantar fyrstur fær. Listi yfir lausa daga verður birtur á vefnum undir veiðisvæði.

Áin:
Ekki er til uppýsingar um árlega veiði hjá veiðimálastofnun, en heimildir herma að árlega veiði sé um 1.600 fiskar (1.300-2.000) og er meðalstærð um 700-800 gr.
Bráðlega verður gert kort af ánni, allir veiðistaðir verða merktir með nafni, bæði á kort og við árbakka. Lausleg veiðistaðalýsing verður einnig gerð. Gistimöguleikar eru i skoðun.

Með veiðikveðju
Árnefnd Ólafsfjarðarár


Smellið hér til að panta dag

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.