Fréttir

12 jún. 2007

Nýir leigutakar í Mýrarkvísl í samstarf við SVAK

Nú síðastliðið haust tóku nýir leigutakar við Mýrarkvísl og hafa rætt við SVAK um samstarf á næstu árum. Félögum í SVAK bjóðast veiðidagar í Mýrarkvísl nú í sumar á sérstöku félagsverði.
Í Mýrarkvísl er eingöngu leyfð fluguveiði og öllum tveggja ára fiski á að sleppa.
Ágætlega búið veiðihús er við Langavatn, ofarlega við ána, en nú í vetur var það endurinnréttað, ný húsgögn, ný rúm, nýtt eldhús með öllum tækjum og allt sem þarf í flott og gott veiðihús til staðar.
Undanfarið hefur farið fram tilraunaveiði á urriðanum í ánni, eingöngu veitt á flugu og virðist sem mikið magn sé af honum um alla á, allt frá smá fiski upp í 6-8p. Þeir veiðimenn sem hafa komið hér og veitt í ár eru mjög ánægðir. Ætlunin að bjóða júni mánuð undir urriðaveiði í framtíðinni, en kvíslin gefur frænkum sínum í nágreninu ekkert eftir í veiðum og gæðum.

Enn eru eftir nokkrir góðir dagar í júni í urriðaveiðina(laxavon) og boðið er uppá veiði, kast og hnýtingakennslu fyrir þá sem það vilja.

Einnig eru fáein laus leyfi á laxatímanum júlí/ágúst. Veiðihúsið er innifalið í veiðileyfi og því fylgja uppábúnin rúm og þrif á húsi.
Sleppa þarf öllum 2ja ára fiski.
Full þjónustu stendur til boða í veiðihúsi, en semja þarf um það sérstaklega.

Kort með veiðistaðarlýsingu fylgja leyfum í Mýrarkvísl og í framtíðinni verður opnuð sérstök heimasíða um fyrir ána.

upplýsingar um leyfi gefur...
Axel Óskarsson s.820-7261 e-mail. axelo@visir.is Ástþór Jóhannsson s. 894 4096 e-mail. snasi@simnet.is


Fyrir utan ágætar fréttir af tilraunaveiði á urriða í maí og júní í Mýrarkvísl er það helst í fréttum frá ánni að ráðgert er gera botnrannsókn á ánni nú um næstu mánaðarmót til að fá betri upplýsingar um seyðasvæði, hrygningu og þessháttar.

Þá eru áætlanir uppi um sleppa skipulega í ánna árlega og dreyfa sleppingum svo laxinn fari sem víðast um ánna, en nokkru hefur verið sleppt af seiðum í ána árlega undanfarin ár.

Nú í byrjun sumar verður komið fyrir nýjum teljara í laxastigann sem gerir kleift að fylgjast með dreyfingu og magni göngufisks í kvíslinni.


Bestu kveðjur
Axel Óskarsson
Ástþór Jóhannson
leigutakar Mýrarkvíslar

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.