Fréttir

11 maí 2007

SVAK og SVFR gera með sér samkomulag

SVAK og SVFR hafa gert með sér samkomulag er heimilar félagsmönnum í SVAK að kaupa veiðileyfi á ákveðnum svæðum SVFR á félagsverði.


Veiðisvæði sem félagsmenn SVAK hafa aðgang að á félagsverði:

Laxá í Aðaldal
- Hraun
- Múlatorfa
- Staðartorfa
- Presthvammur
- Árnes- og Nesveiðar
Litlá í Kelduhverfi
Hjaltadalsá og Kolka

Grafará við Hofsós

Fyrirkomulag
Eftir úthlutun SVFR til sinna félagsmanna geta skuldlausir félagsmenn SVAK keypt veiðileyfi á ofangreindum svæðum.
Veiðileyfin verður hægt að kaupa á heimasíðu SVFR, www.svfr.is eftir 15. maí. SVFR hefur fengið félagatal SVAK í hendur og nægir félagsmönnum því að gefa upp kenntöluna sína við kaup á leyfum á vefnum.


Stjórn SVAK

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.