Fréttir

26 apr. 2007

Stórsýning fyrir veiðimenn í Smáralind

 Stórsýningin VEIÐI 2007, í samstarfi við  Landssambands Stangaveiðifélaga og Skotvís, verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind um næstu helgi - laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. maí. Sýningin verður opin á laugardag frá kl. 11.00-18.00 og sunnudag frá kl. 13.00-18.00. Sýningin VEIÐI 2007 verður opnuð formlega kl. 12.00 á laugardaginn með því að Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, prófar nýja tegund af kaststöng á kastsvæði – verðum reyndar líka með skotsvæði. 

 Mikið um góð tilboð 
  
Á sýningunni verða á þriðja tug sýnenda. Er óhætt að segja að þeir séu afar fjölbreyttir og spanni allt veiðisviðið. Þannig erum við með veiðibúðir, veiðiheildsala, veiðibíla, veiðifélög, veiðileyfasala. veiðifjórhjól, flugugerðarmenn, útgáfufyrirtæki, veiðiferðaskrifstofur og svo má áfram telja. Verður mikið um góð tilboð sem veiðimenn munu vafalítið nýta sér svona fyrir veiðivertíðina. Einnig verður Steinar  Kristjánsson með uppstoppun á svæðinu á bjarndýrshaus sem mun vafalítið vekja athygli.

 Áhugaverð fyrirlestradagskrá
Það verður afar fjölbreytt fyrirlestradagskrá á svæðinu. Er fullkominn fyrirlestrasalur inni á sýningarsvæðinu með öllum tækjabúnaði. Þar mun vanur maður stýra fyrirlestradagskrá sem spannar allt frá fyrirlestrum um ár og veiði til fyrirlestra um ferðir laxfiska um heimsins höf. Við munum kynna fyrirlestradagskrána í fylgiriti með Morgunblaðinu og Veiðisumrinu sem verður dreift frítt til allra gesta.”

 Um að gera að drífa sig á sýninguna
Á sýningunni verður frítt fyrir yngri en 14 ára til að koma til móts við fjölskyldufólkið annars bíómiðaverð kr. 1000  og afsláttur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega og aðgöngustimpill gildir alla helgina. Og svo er bara fyrir alla veiðimenn að taka helgina 5. og 6. maí frá og storma á sýninguna og prófa nýjustu stangirnar, fá tilboð á veiðivörum og veiðiferðum, skjóta á skotsvæðinu, hlýða á fróðlega fyrirlestra, skoða nýjustu veiðibílana og fjórhjólin og síðast en ekki síst að hitta fjölda veiðimanna – í veiðihug. Að lokum má geta þess að við verðum með happadrætti og í vinning verður hvorki meira né minna en veiði í -  Laxá á Ásum.  

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.