Talsvert hefur verið pantað af leyfum á veiðsvæðasíðunni okkar og eru nú aðeins örfáar stangir lausar í hópferðina á Skagaheiði, flestar seinni tvo dagana sem í boði eru.
Eins hefur verið ágæt spurn eftir dögum í urriðaveiðina í vor á svæðum Laxárfélagsins í Aðaldalnum þar sem dagurinn kostar aðeins 7.900 kr. Þeir sem vilja tryggja sér daga þar ættu að láta taka þá frá fyrir sig sem fyrst. Sjá nánar hér.