Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar verður haldinn þriðjudagskvöldið 20. mars 2007 kl. 20.00 í Rósenborg, gamla Barnaskólahúsinu, efstu hæð.
Dagskráin er svohljóðandi:
Á fundinum skal kjósa þrjá nýja stjórnarmenn en úr stjórn ganga Ingvar Karl Þorsteinsson, Ragnar Hólm Ragnarsson og Reynir Stefánsson. Í stjórn sitja áfram Björn Guðmundsson og Jón Bragi Gunnarsson.
Tillaga stjórnar um nýja stjórnarmenn: Erlendur Steinar Friðriksson formaður, Pálmi Gunnarsson og Þórarinn Blöndal. Varamenn: Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Stefán Ingi Gunnarsson.
Tillaga stjórnar um skoðunarmenn: Kristján Þór Júlíusson og Sigmundur Ófeigsson.
Aðrar tillögur um stjórnar- og skoðunarmenn hafa ekki komið fram. Reikningar félagsins liggja frammi hjá gjaldkera vikuna fyrir aðalfund.
Fjölmennið stundvíslega!
Stjórnin