Fréttir

28 feb. 2007

SVAK með kynningu í VMA

Fjórir félagar úr Stangaveiðifélagi Akureyrar kynntu fluguhnýtingar og félagið sjálft á opnum dögum í Verkmenntaskólanum á Akureyri í morgun.

Kynningin var vel sótt. Um 20 áhugasamir krakkar fylgdust spenntir með hnýturunum sem sögðu einnig sögur tengdar sportinu og buðu alla velkomna að heimsækja okkur í Rósenborg á þriðjudagskvöldum.

Fulltrúar SVAK á staðnum voru Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Ragnar Hólm Ragnarsson, Rúnar Þór Björnsson og Þórarinn Blöndal.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.