Veiðifélag Eyjafjarðarár boðar til opins fundar um málefni árinnar. Fundurinn verður haldinn næsta fimmtudagskvöld, 22. febrúar, kl. 21.00-22.30 í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
Á fundinum er ráðgert að kynna stuttlega þróun veiðinnar í ánni undanfarin ár og efna til umræðu um mögulegar orsakir minnkandi veiði og viðbrögð við henni.
Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og deildarstjóri Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar, kemur á fundinn og fjallar væntanlega um sjóbleikjuna og þróun sjóbleikjuveiði fyrir Norðurlandi.
Veiðimenn sem veitt hafa í ánni og hafa áhuga á viðkomu bleikjunnar, sem og veiðiréttareigendur, eru hvattir til að sækja fundinn. Stjórn Stangaveiðifélags Akureyrar skorar á félagsmenn SVAK að láta ekki sitt eftir liggja og mæta í Hrafnagilsskóla á fimmtudagskvöld.