Fréttir

10 jan. 2007

Veiðikortið með 20% afslætti

Samið hefur verið við forsvarsmenn Veiðikortsins að félagar í Stangaveiðifélagi Akureyrar fái kortið með 20% afslætti eða á 4.000 kr. Til að njóta þessara kjara verða menn að nálgast kortið hjá stjórn félagsins á hnýtingakvöldunum í Rósenborg en þau eru á þriðjudagskvöldum frá kl. 20.00.

Best er að staðgreiða kortið eða leggja 4.000 kr. inn á reikning félagsins áður en kortið er sótt. Reikningsnúmerið er 565-26-5558 og kennitalan 420503-2880. Skrifið sem skýringu „Veiðikortið 2007“.

Veiðikortið 2007 veitir nær ótakmarkaðan aðgang að 29 vatnasvæðum vítt og breitt um landið. Kortið kostar félagsmenn í SVAK aðeins 4.000 krónur og fylgir handbók þar sem má finna leiðbeiningar og reglur. Sjá nánar á heimasíðu Veiðikortsins.

Viltu starfa í stjórn félagsins? Sendu okkur línu á svak@svak.is.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.