Fréttir

19 sep. 2006

Hnýtingar hefjast...

Stjórn SVAK hélt í gær sinn fyrsta fund eftir veiðihlé sumarsins. Farið var yfir stöðu mála og lagt á ráðin um vetrarstarfið. Meðal annars var ákveðið að gefa strax út fréttabréf sem nú er í vinnslu og mun væntanlega berast félagsmönnum í næstu viku. Einnig urðu menn sammála um að hefja aftur hnýtingakvöldin í Rósenborg (gamla BA) þriðjudagskvöldið 24. október nk. og er vonast til að sem flestir mæti þá með þvinguna sína og annað sem til þarf. Tekið er vel á móti nýjum hnýturum en þið sem ekki hnýtið ættuð einnig að láta sjá ykkur, bara til að spjalla, miðla veiðisögum og þiggja kaffisopa.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.