Fréttir

25 júl. 2006

Boltar í Brunná!

Félagar okkar Guðmundur Ármann og Valdimar Friðgeirsson voru ásamt þremur öðrum við veiðar í Brunná í Öxarfirði í síðustu viku og létu afar vel af veiðinni þar. Flugufréttir birtu eftirfarandi frásögn af túrnum:

„Hópur vaskra veiðimanna frá Akureyri var við veiðar í Brunná í Öxarfirði í vikunni og þeir eru í sjöunda himni, enda veiðin góð og fiskarnir pattaralegir. Valdemar Friðgeirsson var einn veiðimannanna og hann sagði bleikjurnar sem hópurinn veiddi sérlega skemmtilegar. „Við fengum mikið af þriggja og fjögurra punda bleikjum sem voru vel yfir 50 sentímetrar að lengd. Við náðum einnig nokkuð af urriða og hann var bæði stór og sterkur."

Valdemar segir að veðrið hafi verið of gott þessa daga sem þeir voru í Öxarfirðinum. „Það var mikil sól, en það er sérstaklega slæmt, því áin er lítil og viðkvæm. Það sem bjargaði okkur var að nokkur vindur gáraði ána og ég held að það hafi bjargað öllu."

Þeir féalgarnir veiddu mest á púpur sem kastað var andstreymis. „Við vorum með hefðbundna kúluhausa, svo sem Krókinn, Beyki og svartar vinilribbpúpur." Stangaveiðiféalg Akureyrar annast sölu veiðileyfa í Brunná. Nánari upplýsignar eru á vef félagsins www.svak.is.

Smelltu hér til að panta leyfi í Brunná.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.