Fréttir

29 jún. 2006

Fréttir af Brunná

Bygging veiðihússins við Brunná miðar ágætlega og er að verða fokhelt. Að öllum líkindum verður það klárt til notkunar um 10. júlí en það er örlitlu seinna en áætlað var. Jóhann Rúnar sem sér um að hafa eftirlit með ánni skrapp í hana þann 23. júní og var þá gott vatn og eitthvað af fiski komið. Hann landaði þremur bleikjum og þar af voru tvær þeirrra nýgengnar. Ekkert hefur verið veitt síðustu daga og því lítið um fréttir. Það er laust á morgun 30. júní eftir hádegi og fyrir hádegi daginn eftir eða 1. júlí. Ef áhugi er fyrir hendi er hægt að kaupa þannig stakan dag eða vakt og skreppa. Ekki er boðið upp á gistingu þar sem húsið er ekki tilbúið en mögulegt er að útvega gistingu í sumarhúsi á svæðinu. Áhugasamir hafi samband í 868-5225

Bent er á að hægt er að hafa samband við Jóhann ef menn óska eftir veiðileiðsögn eða eitthvað er við kemur húsinu. Hægt er að ná í hann á netfanginu jrp@kopasker.is

 

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
30.9.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
30.9.2020
Svæði 4a fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
30.9.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.