Fréttir

17 maí 2006

Vorveiði í Laxá í Aðaldal

Við viljum minna á að félagsmönnum í SVAK býðst að kaupa daga í urriðaveiði á svæðum Laxárfélagsins núna í lok maí, eða nánar tiltekið dagana 29. 30. og 31. maí. Í boði eru 8 stangir hvern dag eða samtals 24 stangardagar og verðið á stangardag er 8.500 kr.

Nú þegar hafa þó nokkrir félagsmenn skráð sig fyrir stöngum og verður haft samband við þá á næstu dögum. Ennþá eru lausar stangir í boði og hægt að nálgast upplýsingar á svak@svak.is

Svæðin sem um ræðir eru:

Laxamýri efra frá Eskey niður að Spegilflúð
Svæði Jarlsstaða og Hjarðarhaga
Hagasvæðið að austan. Frá Langeyjarpolli niður að Hagastraum (þó ekki Hólmavaðsstíflan sem er bannsvæði vegna niðurgöngulaxa)
Svæði Hrauns frá Engey niður að Langey

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.