Fréttir

13 apr. 2006

Brunná 2006

Stangaveiðifélag Akureyrar hefur gert samning við leigutaka Brunnár í Öxarfirði um sölu veiðileyfa í ána næstu fimm árin. Félagsmenn njóta 20% afsláttar af verði veiðileyfa.

Brunná er án efa ein fallegsta silungsá landsins. Hún rennur um fagurt og gróið landslag. Þeir sem hafa veitt í ánni bindast henni tryggðarböndum og vilja koma þangað aftur og aftur. Nýtt og afar notalegt veiðihús verður risið á bökkum árinnar þegar veiðin hefst næsta sumar og er gisting þar innifalin í verði veiðileyfa. Áin er þekkt fyrir mjög vænar bleikjur en þar veiðist einnig urriði og sjóbirtingur. Nýir eigendur vilja rækta upp stofna árinnar og hafa fengið fiskifræðing í lið með sér í því skyni. Einungis er leyfð fluguveiði í ánni og settur hefur verið kvóti á veiðarnar. Smelltu hér til að lesa nánar um Brunnárveiðar.

Smelltu á hnappinn Veiðileyfi á vinstri væng síðunnar til að kynna þér málið nánar og panta veiðileyfi.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.