Fréttir

22 jan. 2006

Hnýtingakvöldin


Þokkaleg mæting var á fyrsta hnýtingakvöld vetrarins 17. janúar og urðu til margar álitlegar flugur sem eiga án efa eftir að gera það gott næsta sumar. Því miður verður ekki hægt að endurtaka leikinn næsta þriðjudagskvöld af óviðráðanlegum orsökum og falla hnýtingarnar því niður 24. janúar.

Við tökum hins vegar upp þráðinn og hnýtum af miklum þunga þriðjudagskvöldið 31. janúar. Þá verðum við aftur í Lions-salnum á fjórðu hæð að Skipagötu 14. Aðstaðan þar er fyrsta flokks.

Stjórnarmenn SVAK gerðu sér ferð í gamla Barnaskólahúsið í liðinni viku og var tjáð að framkvæmdum þar lyki senn. Flest bendir til þess að við fáum þar inni með félagsstarf okkar fljótlega upp úr næstu mánaðamótum.

Félagar eru hvattir til að mæta á hnýtingakvöldið 31. janúar og taka með sér gesti. Því fleiri því betra! Myndin er af Snævarri Georgssyni að hnýta Black Ghost straumflugu með félögum sínum í SVAK síðasta þriðjudagskvöld.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.