Hnýtingakvöld á vegum SVAK hefjast þriðjudagskvöldið 17. janúar kl. 20.00. Fyrst um sinn verðum við í Lionssalnum á 4. hæð í Skipagötu 14 en fljótlega upp úr næstu mánaðamótum flytur félagið starfsemi sína vonandi í gamla Barnaskólahúsið.
Félagar eru hvattir til að koma með þvinguna og fjaðrirnar sínar að hnýta saman næsta þriðjudagskvöld og vikulega upp frá því. Það veitir ekki af að bæta í fluguboxin. Takið endilega með ykkur gesti - allir utanfélagsmenn velkomnir. Því fleiri - því betra!