Fréttir

01 nóv. 2005

Fréttir af starfinu

Stjórn SVAK hittist á fundi í síðustu viku til að leggja á ráðin um vetrarstarfið. Sem kunnugt er höfum við misst húsnæðið sem við höfðum á Oddeyrartanga en gefið hefur verið vilyrði fyrir því að við fáum inni í gamla Barnaskóla Akureyrar um eða eftir áramót. Starfsemin verður því líklega með rólegra móti fram að áramótum en þó hefur verið ákveðið að halda a.m.k. eitt fræðslukvöld í nóvember og verður það nánar auglýst innan skamms. Félagar mega eiga von á heimsendu fréttabréfi í mánuðinum og stjórnin reynir hvað hún getur til að festa félaginu veiðisvæði fyrir næsta sumar. Allar ábendingar í þeim efnum, sem og öðru, eru vel þegnar. Sendið póst á svak@svak.is.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.